Fótbolti

Leikmenn Barcelona taka þátt í verkfallinu í Katalóníu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi í leiknum þar sem engir áhorfendur voru leyfðir á Nývangi.
Lionel Messi í leiknum þar sem engir áhorfendur voru leyfðir á Nývangi. Vísir/Getty
Barcelona liðið mun taka þátt í verkfallinu sem hefur verið skipulagt í Katalóníu á morgun þriðjudag.

Verkfallið er hugsað sem mótmæli við hörð og ofbeldisfull viðbrögð lögreglu í tengslum við kosningarnar á sunnudaginn þar sem Katalóníubúar kusu sjálfsstæði frá Spáni.

Forráðamenn Barcelona sendu frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að allt verði lokað hjá félaginu á morgun og leikmenn munu því ekki æfa.  Stór hluti leikmanna liðsins er þó farinn til móts við landslið sín þar sem framundan eru síðustu leikirnir í undankeppni HM 2018.





„Hvorugt atvinnumannaliðið né yngri liðin hjá Barcelona munu æfa á morgun,“ sagði í yfirlýsingunni frá Barcelona.

Þeir sem boðuðu verkfallið hafa fordæmt viðbrögð lögreglunnar sem reyndi að koma í veg fyrir að kjósendur kæmust á kjörstað.

Barcelona spilaði leikinn sinn í gær fyrir luktum dyrum þar sem spænska knattspyrnusambandið leyfði ekki að leiknum yrði frestað þrátt fyrir ástandið  í borginni.


Tengdar fréttir

Pique býðst til þess að hætta í landsliðinu

Sjálfstæðisbarátta Katalónuíu-búa heldur áfram að taka á sig nýjar myndir og sú nýjasta er sú að varnarmaðurinn Gerard Pique hefur boðist til þess að hætta að spila með spænska landsliðinu.

Börsungar skoruðu þrjú í þögninni

Barcelona er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á Las Palmas á Nou Camp í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×