Sport

Vann Bolt á HM í frjálsum en kemur ekki til greina sem frjálsíþróttamaður ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Justin Gatlin og Usain Bolt á verðlaunapallinum á HM í frjálsum í London.
Justin Gatlin og Usain Bolt á verðlaunapallinum á HM í frjálsum í London. Vísir/Getty
Justin Gatlin, heimsmeistari í 100 metra hlaupi 2017, er ekki einn af þeim tíu frjálsíþróttakörlum, sem koma til greina í vali Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins á besta frjálsíþróttafólki ársins.

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2004 sem heims- eða Ólympíumeistari er ekki á listanum yfir þá sem koma til greina sem besti frjálsíþróttamaður ársins.



Hinn 35 ára gamli Justin Gatlin vann Usain Bolt í síðasta hlaupi Bolt á HM í frjálsum sem fram fór í London í ágúst.

Gatlin hefur tvisvar fallið á lyfjaprófi á ferlinum en kom til baka eftir bannið í bæði skiptin.

Lord Coe, forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, var ekki alltof ánægður með sigur Justin Gatlin og þá var baulað á Bandaríkjamanninn inn á leikvanginum.

Þessi tuttugu koma til greina sem besta frjálsíþróttafólk ársins 2017:





Karlar: Mutaz Essa Barshim (Katar); Pawel Fajdek (Pólland); Mo Farah (Bretland); Sam Kendricks (Bandaríkin); Elijah Manangoi (Kenýa); Luvo Manyonga (Suður-Afríka); Omar McLeod (Jamaíka); Christian Taylor (Bandaríkin); Wayde van Niekerk (Suður-Afríka); Johannes Vetter (Þýskaland)





Konur: Almaz Ayana (Eþíópía); Maria Lasitskene (Rússland); Hellen Obiri (Kenýa); Sally Pearson (Ástralía); Sandra Perkovic (Króatía); Brittney Reese (Bandaríkin); Caster Semenya (Suður-Afríka); Ekaterini Stefanidi (Grikkland); Nafissatou Thiam (Belgía); Anita Wlodarczyk (Pólland).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×