Innlent

Pendúllinn: Wintris vitleysan, turnarnir tveir og Simmi strikes back

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Sigmundur Davíð er einkar laginn við að vera miðpunktur umræðunnar. Hann og Miðflokkurinn koma við sögu í Pendúl dagsins.
Sigmundur Davíð er einkar laginn við að vera miðpunktur umræðunnar. Hann og Miðflokkurinn koma við sögu í Pendúl dagsins. Mynd/samsett
Alþingiskosningar eru orðnar að árvissum viðburði og þar með Pendúllinn líka. Önnur sería af Pendúlnum hefur göngu sína í dag.

Alþingiskosningarnar eru í startholunum en engu að síður verður þetta stysta kosningabaráttan í manna minnum. Hulda Hólmkelsdóttir, Jóhann Óli Eiðsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson velta fyrir sér vendingum undanfarna daga.

Flokkarnir eru í óða önn að setja saman framboðslista sína. Samfylkingin gerir loksins eitthvað óvænt og Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að vera "strong and stable" með sömu gömlu listana. 

Sigmudur Davíð hefur stofnað Miðflokkinn. Mun honum takast að sjúga að sér allt andrúmsloft fyrir kosningar og eigna sér umræðuna?

Og mun klókt útspil Ingu Sæland og Flokks fólksins í Suðurkjördæmi næla vænu fylgi af Sjálfstæðisflokknum. Þetta og meira til í fyrsta þætti Pendúlsins í annarri þáttaröð.

Þáttinn má heyra í spilaranum hér að neðan.

Pendúllinn er hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar. Þátturinn verður vikulegur og fer í loftið á hverjum þriðjudegi fram að þingkosningnum 28. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×