Formúla 1

Sebastian Vettel mun sleppa við refsingu í Japan

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Vettel fékk far með Sauber ökumanninum, Pascal Wehrlein eftir að bíll hans varð fyrir talsverðu tjóni við samstuðið.
Vettel fékk far með Sauber ökumanninum, Pascal Wehrlein eftir að bíll hans varð fyrir talsverðu tjóni við samstuðið. Vísir/Getty
Sebastian Vettel virðist ætla að sleppa við refsingu fyrir nýjan gírkassa í japanska kappakstrinum í Formúlu 1 um komandi helgi. Ferrari hefur staðfest að sá sem hann notaði í Malasíu sé í lagi.

Vettel lenti í samstuði við Lance Stroll á Williams á innhringnum eftir malasíska kappaksturinn um liðna helgi. Eftir samstuðið var útlit fyrir að gírkassinn hefði skemmst og Vettel þyrfti að nota nýjan í Japan. Svo virðist ekki enda hefur Ferrari nú sagt að gírkassinn hafi sloppið við skemmdir.

Sjáð einnig: Myndband af ótrúlegum árekstri Stroll og Vettel.

Vettel má ekki við refsingum ef hann ætlar að gera atlögu að heimsmeistaratitli ökumanna. Hann er nú 34 stigum á eftir Lewis Hamilton á Mercedes þegar fimm keppnir eru eftir. Næsta keppni er í Japan um komadni helgi.

Vettel hafði ræst í 20. sæti og tekist að vinna sig upp í fjórða sæti með afbragðs aksturstöktum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×