Íslenski boltinn

Brynjar í Breiðholtið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brynjar Gestsson skrifar undir samning við ÍR.
Brynjar Gestsson skrifar undir samning við ÍR. mynd/facebook-síða ír
Brynjar Þór Gestsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍR í Inkasso-deildinni í fótbolta.

Brynjar tekur við starfinu af Arnari Þór Valssyni sem hefur þjálfað ÍR undanfarin ár. Á síðasta tímabili enduðu Breiðhyltingar í 10. sæti Inkasso-deildarinnar.

Á síðasta tímabili stýrði Brynjar liði Þróttar í Vogum. Undir hans stjórn enduðu Þróttarar í 2. sæti 3. deildar og unnu sér sæti í 2. deild.

Brynjar var aðstoðarþjálfari Þróttar R. í fyrra en þar á undan þjálfaði hann Fjarðabyggð með góðum árangri.

Brynjar þekkir ágætlega til hjá ÍR en hann stýrði liðinu í átta leikjum árið 2006.


Tengdar fréttir

Arnar Þór hættur með ÍR

Arnar Þór Valsson hefur hætt störfum hjá ÍR. Þessu greindi knattspyrnudeild félagsins frá á Facebook-síðu sinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×