Innlent

Tveir brunar í nótt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Slökkviliðið var lögreglunni innan handar í nótt, nú sem fyrr.
Slökkviliðið var lögreglunni innan handar í nótt, nú sem fyrr. VÍSIR/ANTON BRINK
Brunar einkenndu nóttina hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem þurfti tvisvar að óska eftir aðstoð slökkviliðs.

Tilkynnt var um eld í bifreið við Melabraut í Hafnarfirði um klukkan 22:30 og var lögreglan og slökkvilið sent á vettvang. Þegar þangað var komið reyndist bifreiðin ónýt en ekki að sjá að orðið hafi slys á fólki.

Það var svo klukkan 5 í morgun sem tilkynnt var um eld í húsi við Bergstaðastræti. Lögreglumenn eru sagðir hafa verið komnir á vettvang skömmu síðar og tilkynntu að eldurinn hafi verið slökktur klukkan 5:11. Eignatjón er sagt minniháttar og engin slys á fólki. Í báðum tilfellum eru eldsupptök ókunn en málin eru til rannsóknar.

Þá hafnaði bíll utanvegar á Vífilistaðavegi eftir að ökumaður hafði misst stjórn á bifreiðinni. Bíllinn skemmdist aðeins en ökumaðurinn slapp ómeiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×