Veður

Víða frost á Norðurlandi í nótt

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Veðurstofan spáir hita 5 til 10 stig síðdegis, en víða frost í innsveitum norðanlands í nótt.
Veðurstofan spáir hita 5 til 10 stig síðdegis, en víða frost í innsveitum norðanlands í nótt.

Skúrir og rigning eru í kortunum næstu daga samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Kólna á í veðri um miðja næstu viku.  Fremur hæg vestlæg átt í dag en norðvestan 13-18 m/s austast í fyrstu. Skýjað með köflum og sums staðar lítilsháttar væta, einkum norðanlands en bjartviðri á Suðausturlandi og Austfjörðum. 
Fremur milt í veðri síðdegis og þar sem sólin lætur sjá sig má búast við haustblíðu. Það verður léttskýjað í kvöld norðanlands og því má búast við vægu frosti í innsveitum þar í nótt. 

Austan 5-10 sunnanlands á morgun en hvassari vindur við suðvesturströndina, um 15 m/s. Fer að rigna um sunnanvert landið í fyrramálið en hægari vindur norðan heiða og skýjað með köflum. Kólnar heldur í veðri. Austan áttin heldur sér svo fram að helgi og kemur með rigning af og til en bjartara verður norðanlands. Hiti breytist lítið fram að helgi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Vestlæg átt 3-8 m/s en norðvestan 13-18 m/s austast og lægir þar með morgninum. Skýjað með köflum og sums staðar lítilsháttar væta, en bjartviðri á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 5 til 10 stig síðdegis, en víða frost í innsveitum norðanlands í nótt. Austan 8-15 við suðvestanlands í fyrramálið og fer að rigna um sunnanvert landið en hægari vindur norðan heiða og skýjað með köflum. Hiti 4 til 9 stig.

Á föstudag:
Austan 8-13 m/s og rigning, en hægari vindur og bjartviðri á norðanverðu landinu. Styttir upp S-til um kvöldið. Hiti 5 til 10 stig.

Á laugardag:

Suðvestan 5-10 og súld eða dálítil rigning, en bjartviðri norðaustantil á landinu. Hiti 6 til 12 stig.

Á sunnudag:

Sunnan 5-10 á vestanverðu landinu og lítilsháttar skúrir, en þurrt í öðrum landshlutum. Þykknar upp víða um land um kvöldið og fer að rigna sunnanlands. Hiti breysist lítið.

Á mánudag:

Breytileg átt 3-10, en norðaustan 10-15 á Vestfjörðum. Rigning um allt land og hiti 5 til 10 stig.

Á þriðjudag:
Austlæg- eða breytlegátt og rigning um landið sunnanvert en skýjað með köflum norðanlands. Hiti 3 til 8 stig.

Á miðvikudag:
Líkur á norðanátt með rigningu, en úrkomulítið á sunnanverðu landinu. Kólnar heldur í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.