Íslenski boltinn

Þriðja KR-goðsögnin komin í þjálfarateymið í Vesturbænum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Kristinsson og Kristján Finnbogason eru tveir af dáðustu sonum KR.
Rúnar Kristinsson og Kristján Finnbogason eru tveir af dáðustu sonum KR. mynd/twitter-síða kr
Þjálfarateymi karlaliðs KR í fótbolta er fullmannað.

Eins og greint var frá á Vísi í gær verður Bjarni Guðjónsson aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar sem er tekinn við KR á nýjan leik. Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning við KR á þriðjudaginn.

Nú hefur þriðja KR-goðsögnin bæst í þjálfarateymið; Kristján Finnbogason sem verður markmannsþjálfari.

Kristján lék lengst af á ferlinum með KR og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari með Vesturbæjarliðinu.

KR endaði í 4. sæti Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili og náði ekki Evrópusæti í fyrsta sinn í áratug.


Tengdar fréttir

KR-ingar skoruðu ekki á heimavelli eftir 31. júlí

Markaleysi KR-inga á heimavelli er örugglega ein aðalástæðan fyrir því að KR verður ekki í Evrópukeppninni á næsta tímabili. KR endaði í 4. Sæti Pepsi-deildarinnar en Valur, Stjarnan og FH komust í Evrópukeppnina. Það verður örugglega í forgangi að laga þetta hjá nýjum þjálfara KR-liðsins, Rúnari Kristinssyni.

Rúnar tekur aftur við KR-liðinu

Rúnar Kristinsson er aftur orðinn þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins á blaðamannafundi í Frostaskjóli í dag.

Rúnar: KR vill alltaf vera í toppbaráttu

Rúnar Kristinsson er tekinn við KR á nýjan leik og á að koma félaginu aftur í fremstu röð. Rúnar skrifaði undir þriggja ára samning við KR í dag. Hann tekur við af Willum Þór Þórssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×