Veður

Lægðagangur í kortunum eftir helgi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Það gengur í austan hvassviðri syðst á landinu í dag og von er á lægðagangi eftir helgi.
Það gengur í austan hvassviðri syðst á landinu í dag og von er á lægðagangi eftir helgi. Foto: Vísir/Vilhelm

Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands gengur í austan hvassviðri syðst á landinu í dag en 8-13 m/s annarsstaðar um landið sunnan- og vestanvert en breytileg átt, 3-8 m/s á Austurlandi og Austfjörðum. Rigning verður sunnanlands í dag en léttskýjað norðantil. Suðlægari vindur í nótt, 5-10 m/s en gengur í 10-18 við suður- og vesturströndina, hvassast verður á Snæfellsnesi.

Á morgun á að vera skýjað og einnig dálítil rigning með köflum, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu 4 til 9 stig að deginum. Útlit er fyrir lægðagang eftir helgi, en þó ekki djúpar lægðir og því verður ekki mjög hvass vindur. Rigning eða súld á köflum í flestum landshlutum en þurrt og jafnvel bjart þess á milli. Áfram fremur milt í veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Austan 5-13 m/s, en 13-18 allra syðst á landinu. Víða rigning, en léttskýjað og þurrt norðanlands. Þykknar upp fyrir norðan með lítilsháttar vætu og heldur hægari vindur syðst seint í kvöld. Sunnan 5-13 á morgun, en 13-18 á Snæfellsnesi. Rigning með köflum en úrkomulítið á Norðausturlandi. Hiti 4 til 9 stig en við frostmark norðaustantil í nótt.

Á laugardag:
Sunnan 5-10 m/s, en 8-13 á vestantil. Súld eða dálítil rigning, en þurrt norðaustanlands. Hiti 6 til 12 stig.

Á sunnudag:
Sunnan 3-10 og lítilsháttar skúrir, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Austlægari og fer að rigna syðst á landinu um kvöldið. Hiti 5 til 10 stig.

Á mánudag:
Breytileg átt 5-13 og rigning um allt land. Hiti 3 til 8 stig. Hægviðri og þurrt að kalla á norðaustanverðu landinu undir kvöld.

Á þriðjudag:
Gengur í suðaustan 10-15 á Suður- og Vesturlandi og fer að rigna. Hægari vindur og bjart fyrir norðan og austan. Hiti 3 til 8 stig.

Á miðvikudag:
Austlæg átt og rigning með köflum sunnan- og austanlands, en yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir austlæga átt og rigningu á Suðausturlandi en þurrt að kalla suðvestantil og léttskýjað norðanlands. Hiti 1 til 7 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.