Íslenski boltinn

Ágúst ráðinn þjálfari Breiðabliks

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason. vísir/hanna
Breiðablík réð þjálfara í morgun og má segja að ráðningin hafi komið á óvart.

Blikar eru nefnilega búnir að semja við Ágúst Gylfason sem hefur þjálfað Fjölni síðustu sex ár. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins í þrjú ár þar á undan. Ágúst skrifaði undir þriggja ára samning við Kópavogsfélagið.

Margir bjuggust við því að Ólafur Kristjánsson myndi taka við Blikaliðinu af Milos Milojevic en Ólafur hætti hjá danska liðinu Randers í gær.

Óli Stefán Flóventsson hafði líka verið orðaður við starfið og í raun hafði Ágúst aldrei verið í umræðunni um næsta þjálfara félagsins.

Ágúst náði mjög eftirtektarverðum árangri með Fjölnismenn á síðustu árum og verður spennandi að fylgjast með honum í Kópavoginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×