Innlent

Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Til stóð að hefja gjaldtöku við Hraunfossa í sumar.
Til stóð að hefja gjaldtöku við Hraunfossa í sumar. vísir/vilhelm

Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi í morgun vegna gjaldtöku sem hafin er á bílastæði við Hraunfossa í Borgarfirði. Fyrst var greint frá því á vef Skessuhorns að gjaldtakan hefði hafist í morgun en hún er ólögmæt að mati Umhverfisstofnunar.

Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni þar sem Umhverfisstofnun sagði að þeir gætu átt yfir höfði sér allt að 500 þúsund króna sektir á dag vegna gjaldtökunnar. 

Mynd sem sett var inn í Facebook-hópinn Bakland ferðaþjónustunnar í morgun og sýnir skiltið sem sett hefur verið upp við Hraunfossa. Mistök urðu hins vegar í prentun og er ekki rukkað 1500 krónur fyrir fólksbíla heldur 1000 krónur. facebook

„Við erum búin að vera í sambandi við Vegagerðina þar sem bílastæðið og vegstubburinn að því er innan veghelgunarsvæðis þeirra. Þá höfum við sett okkur í samband við lögmann landeigenda og óskað eftir aðstoð lögreglunnar við að stöðva gjaldtökuna,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.

Hann segir Umhverfisstofnun hafa fengið tilkynningu í morgun frá landverði um að búið væri að setja upp skilti við bílastæðið og hefja gjaldtöku. Ólafur segist ekki vita hvort að lögreglan sé þegar farin á staðinn en hann telji að lögreglan hafi ætlað að bregðast við í málinu.

Ekki náðist í lögregluna á Vesturlandi við vinnslu fréttarinnar.


Tengdar fréttir

Hefja gjaldtöku við Hraunfossa

Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.