Innlent

Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Til stóð að hefja gjaldtöku við Hraunfossa í sumar.
Til stóð að hefja gjaldtöku við Hraunfossa í sumar. vísir/vilhelm
Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi í morgun vegna gjaldtöku sem hafin er á bílastæði við Hraunfossa í Borgarfirði. Fyrst var greint frá því á vef Skessuhorns að gjaldtakan hefði hafist í morgun en hún er ólögmæt að mati Umhverfisstofnunar.

Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni þar sem Umhverfisstofnun sagði að þeir gætu átt yfir höfði sér allt að 500 þúsund króna sektir á dag vegna gjaldtökunnar. 

Mynd sem sett var inn í Facebook-hópinn Bakland ferðaþjónustunnar í morgun og sýnir skiltið sem sett hefur verið upp við Hraunfossa. Mistök urðu hins vegar í prentun og er ekki rukkað 1500 krónur fyrir fólksbíla heldur 1000 krónur.facebook
„Við erum búin að vera í sambandi við Vegagerðina þar sem bílastæðið og vegstubburinn að því er innan veghelgunarsvæðis þeirra. Þá höfum við sett okkur í samband við lögmann landeigenda og óskað eftir aðstoð lögreglunnar við að stöðva gjaldtökuna,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.

Hann segir Umhverfisstofnun hafa fengið tilkynningu í morgun frá landverði um að búið væri að setja upp skilti við bílastæðið og hefja gjaldtöku. Ólafur segist ekki vita hvort að lögreglan sé þegar farin á staðinn en hann telji að lögreglan hafi ætlað að bregðast við í málinu.

Ekki náðist í lögregluna á Vesturlandi við vinnslu fréttarinnar.


Tengdar fréttir

Hefja gjaldtöku við Hraunfossa

Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×