Innlent

Guðfinna hætt í Framsókn og útilokar ekki framboð fyrir Miðflokkinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Brotthvarf Guðfinnu þýðir að Framsóknarflokkurinn á ekki neinn borgarfulltrúa lengur.
Brotthvarf Guðfinnu þýðir að Framsóknarflokkurinn á ekki neinn borgarfulltrúa lengur. Vísir/Stefán
Framsóknarflokkurinn glataði enn einum flokksmanninum í dag þegar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi hans, tilkynnti að hún væri gengin úr flokknum. Hún útilokar ekki framboð við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Í stuttri yfirlýsingu á Facebook segist Guðfinna hafa sagt sig úr flokknum. Hluti borgarmálahóps Framsóknar og flugvallarvina hafi sagt sig úr Framsóknarflokknum en samkomulag sé um að starfa áfram saman að borgarmálum.

Áður hafði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hinn borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, sgt sig úr Framsóknarflokknum. Hann því enga borgarfulltrúa lengur. Við Facebook-færsluna segir Guðfinna að framboðið sé eftir sem áður með 21 fulltrúa í nefndum og ráðum borgarinnar.

Í viðtali við Rúv segir Guðfinna ætla að styðja Miðflokkinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, stofnaði á dögunum. Útilokar hún ekki þingframboð fyrir flokkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×