Erlent

Gætu misst olíusjóð sinn

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Olíuborpallur í Noregshafi.
Olíuborpallur í Noregshafi. NORDICPHOTOS/AFP
Fórnarlömb náttúruhamfara af völdum loftslagsbreytinga munu í framtíðinni örugglega höfða mál gegn norska ríkinu vegna þátttöku þess í olíuvinnslu verði þróunin ekki stöðvuð. Þetta er mat prófessors við lagadeild háskólans í Bergen í Noregi, Jørn Øyrehagen Sunde.

Hann segir norska ríkið hafa stutt við uppbyggingu olíuvinnslu og eiga sjálft hlut í olíuvinnslufyrirtækjum. Það er mat Sunde að bótakröfurnar geti orðið svo háar að Norðmenn missi olíusjóð sinn en í honum eru nú nær átta þúsund milljarðar norskra króna.

Greint er frá því á vef norska ríkis­útvarpsins að bæði San Francisco og Oakland í Bandaríkjunum hafi höfðað mál gegn fimm stærstu olíufyrirtækjunum vegna kostnaðarins af völdum loftslagsbreytinga í borgunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×