Enski boltinn

Rooney hefur samfélagsþjónustuna

Dagur Lárusson skrifar
Wayne Rooney
Wayne Rooney Vísir/getty

Wayne Rooney, hefur hafið samfélagsþjónustu sína en það náðust myndir af kauða í dag.

wayne Rooney var handtekinn um miðjan septembermánuð þar sem hann var ölvaður við stýri og keyrði lang yfir hámarkshraða. Fyrir vikið var hann dæmdur til þess að sinna samfélagsþjónustu auk þess sem hann fær ekki að keyra í tvö ár.

Wayne Rooney hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir þetta atvik en eiginkona hans, Coleen Rooney, er sögð íhuga það hvort að hún skilji við hann en hún er sögð löngu orðin þreytt á öllu hans veseni.

Rooney hefur lokið 12 klukkutímum af samfélagsþjónustunni en hann á að ljúka 100 klukkutímum.


Tengdar fréttir

Rooney í tveggja ára akstursbann

Wayne Rooney hefur verið dæmdur í tveggja ára akstursbann, ásamt sekt og 100 klukkustundum í sjálfboðavinnu, fyrir að aka undir áhrifum áfengis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira