Leikjavísir

Bein útsending: Íslendingar keppa á stærsta Overwatch móti heims

Samúel Karl Ólason skrifar

Uppfært: Strákarnir í 123 töpuðu í undanúrslitaviðureign sinni og munu því ekki keppa til úrslita á morgun.

Íslensku strákarnir Finnbjörn Jónasson (Finnsi) fæddur 1998 og Hafþór Hákonarson (Hafficool) fæddur 1995 keppa í kvöld í undanúrslitum Evrópudeildar mótsins Overwatch Contenders. Strákarnir spila með liðinu 123 og viðureign þeirra er gegn Team Gigantti.

Þegar þetta er skrifað er útsendingin nýhafin og stutt í að viðureignin hefst.

Sjá einnig: Ætla að gera Íslendinga stolta

Vinni 123 viðureignina í kvöld munu þeir keppa til úrslita Evrópudeildarinnar annað kvöld.

Eftir leik þeirra verða undanúrslitaleikirnir í Norður-Ameríku deildinni spilaðir.

Watch live video from OverwatchContenders on www.twitch.tv

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira