Lífið

Kate Hudson þakklát eftir heimsókn til Íslands: „Fegurð þessa lands er ótrúleg“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kate Hudson virðist ánægð með ferð sína til Íslands ef marka má nýjustu færslu hennar á Instagram.
Kate Hudson virðist ánægð með ferð sína til Íslands ef marka má nýjustu færslu hennar á Instagram. Vísir/AFP

Bandaríska leikkonan Kate Hudson er ánægð með heimsókn sína til Íslands, sem virðist hafa staðið yfir einhvern tímann síðustu daga, en hún greindi frá heimsókninni í nýrri færslu á Instagram-reikningi sínum.

Hudson deildi ljósmynd, sem virðist tekin í nýafstaðinni ferð hennar til Íslands, með fylgjendum sínum í gær. Á ljósmyndinni sést móta fyrir fólki í heitri laug undir heiðum himni en ekki kemur fram hvar á landinu myndin er tekin.

„Ísland, þú hefur tekið okkur opnum örmum. Fegurð þessa lands er ótrúleg,“ skrifar Hudson við myndina og til að láta í ljós frekara þakklæti bætir hún við „takk“ á íslensku. Þá lýkur hún færslunni með tilvitnun í Radhanath Swarmi og dásamar þar „Móður náttúru.“

Kate Hudson skaust fyrst upp á stjörnuhimininn með hlutverki sínu í kvikmyndinni Almoust Famous en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni. Þá hefur hún farið með hlutverk í töluverðum fjölda gamanmynda með rómantísku ívafi en þar ber helst að nefna How to Lose a Guy in 10 Days, You, Me and Dupree og Fool‘s Gold.

Instagram-færslu Hudson má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.