Enski boltinn

Fellaini ekki eins lengi frá og fyrst var talið

Jákvæðar fréttir af Fellaini sem verður þó frá í tvær til þrjár vikur.
Jákvæðar fréttir af Fellaini sem verður þó frá í tvær til þrjár vikur. vísir/getty

Marouane Fellaini, miðjumaður Manchester United, verður ekki eins lengi frá og fyrst var talið, en hann meiddist í landsleik með Belgum í gær.

Fellaini fór af velli í fyrri hálfleik í 4-3 sigri Belga á Bosníu og Hersegóvínu í gær, en Belgar hafa ekki tapað leik í undankeppninni.

Eftir að hafa gengist undir skoðun í morgun er talið að Fellaini verði frá í tvær til þrjár vikur, en í fyrstu var talið að krossbandið gæti mögulega verið slitið.

Belgíski miðjumaðurinn sem hefur spilað með Manchester United það sem af er tímabili verður því ekki með liðinu gegn Liverpool á Anfield um næstu helgi.

Einnig er talið að hann missi af leikjum gegn Huddersfield, Tottenham og tveimur leikjum gegn Benfica.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira