Enski boltinn

Fellaini ekki eins lengi frá og fyrst var talið

Jákvæðar fréttir af Fellaini sem verður þó frá í tvær til þrjár vikur.
Jákvæðar fréttir af Fellaini sem verður þó frá í tvær til þrjár vikur. vísir/getty
Marouane Fellaini, miðjumaður Manchester United, verður ekki eins lengi frá og fyrst var talið, en hann meiddist í landsleik með Belgum í gær.

Fellaini fór af velli í fyrri hálfleik í 4-3 sigri Belga á Bosníu og Hersegóvínu í gær, en Belgar hafa ekki tapað leik í undankeppninni.

Eftir að hafa gengist undir skoðun í morgun er talið að Fellaini verði frá í tvær til þrjár vikur, en í fyrstu var talið að krossbandið gæti mögulega verið slitið.

Belgíski miðjumaðurinn sem hefur spilað með Manchester United það sem af er tímabili verður því ekki með liðinu gegn Liverpool á Anfield um næstu helgi.

Einnig er talið að hann missi af leikjum gegn Huddersfield, Tottenham og tveimur leikjum gegn Benfica.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×