Kom, sá og sigraði

08. október 2017
skrifar

Hin kornunga fyrirsæta Kaia Gerber, hefur ekki langt að sækja fyrirsætutaktana, en móðir hennar er sjálf Cindy Crawford. Kaia hefur fetað í fótspor móður sinnar og er ein eftirsóttasta fyrirsæta heims í dag, aðeins sextán ára gömul.

Kaia hóf fyrirsætuferilinn aðeins tíu ára gömul, en hefur ekkert verið sérstaklega áberandi fyrr en nú. Í september fór hún samt að ganga tískupallana að alvöru, og tók tískuvikurnar með trompi, og gekk á tískupöllunum í New York, London, Mílanó og París. 

Hér eru bestu augnablik Kaiu á tískupöllunum. Alexander Wang


Calvin Klein


Burberry


Versace


Chanel


Miu Miu


Moschino


Isabel Marant