Enski boltinn

Moyes: Enginn hefði gert betur en ég

Dagur Lárusson skrifar
David Moyes á Old Trafford
David Moyes á Old Trafford Vísir/getty
David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United, segir að enginn annar stjóri hefði gert betur en hann með Manchester United í þeim kringumstæðum sem félagið var í þegar hann tók við.

David Moyes var arftaki Sir Alex Ferguson hjá félaginu en hann var rekinn eftir aðeins 10 mánuði í starfi og tók Ryan Giggs við af honum tímabundið.

„Ég sætti mig við það og áttaði mig á því að þegar þú stjórnar Manchester United að þá er ætlast til þess að þú vinnir leiki og ég vann ekki nægilega mikið af leikjum.“

„En ég efast um að það hefði einhver þjálfari gert betur en ég á þeim tíma sem ég var með liðið. Þetta var allt spurning um smáatriði.“

„Ég var ekki eina breytingin hjá félaginu á þessum tíma. Ed Woodward hafði tekið við David Gill á sama tíma þannig þetta var alltaf að fara að taka tíma. Ég átta mig á því að ég tók við meistaraliðið, en lið eins og Chelsea og Manchester City eyddu fúlgum fjár sumarið fyrir þetta tímabil til þess að ná okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×