Fótbolti

Ferguson vildi ekki Zidane

Ástrós Ýr Eggertsdóttr skrifar
Zidane þjálfar Real Madrid í dag og hefur liðið unnið Meistaradeild Evrópu tvisvar undir hans stjórn.
Zidane þjálfar Real Madrid í dag og hefur liðið unnið Meistaradeild Evrópu tvisvar undir hans stjórn. vísir/getty
Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, hefði getað fengið Zinedine Zidane til liðs við félagið en kaus Eric Cantona fram yfir hann.

Þetta sagði fyrrum stjórnarformaður United, Martin Edwards, í viðtali við sjónvarpsstöð United, MUTV.

Njósnarar United sögðu Ferguson frá ungum og efnilegum Zidane þegar hann var enn á mála hjá Bordeaux um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Zidane átti eftir að spila fyrir Juventus og Real Madrid, og vinna Heimsmeistaratitil með Frökkum.

„Þegar Zidane var hjá Bordeaux sagði Les Kershaw, aðal njósnari okkar, mér að við ættum að sýna honum áhuga svo ég minntist á það við Alex,“ sagði Edwards.

„Alex sagði að Eric [Cantona] hafi einnig minnst á Zidane við hann, en honum fannst Zidane spila sömu stöðu og Eric. Eftir að hafa farið til Frakklands til að sannfæra Eric um að skrifa aftur undir samning við okkur eftir Crystal Palace atvikið, fannst Alex að það gæti haft áhrif á stöðu Eric að kaupa Zidane, svo hann hélt tryggð við Eric.“

Cantona var dæmdur í átta mánaða bann frá knattspyrnu eftir að sparka í stuðningsmann á heimavelli Crystal Palace árið 1995.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×