Viðskipti erlent

Richard H. Thaler hlýtur Hagfræðiverðlaunin

Atli Ísleifsson skrifar
Richard Thaler starfar við Chicago-háskólann í Bandaríkjunum.
Richard Thaler starfar við Chicago-háskólann í Bandaríkjunum. sænska akademían

Bandaríski hagfræðingurinn Richard H. Thaler hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nóbel í ár. Frá þessu var greint í morgun.

Hinn 72 ára Thaler starfar við Chicago-háskólann og hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknir sínar í atferlishagfræði.

Verðlaunin teljast strangt til tekið ekki til Nóbelsverðlauna enda eru verðlaunin ekki komin frá Alfred Nobel sjálfum. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1969 og er almennt talað um þau sem hluta af Nóbelsverðlaununum.

Bandaríkjamennirnir Oliver Hart og Finninn Bengt Holmström hlutu verðlaunin í fyrra fyrir kenningar sínar um samninga og samningagerð.

Í síðustu viku voru veitt Nóbelsverðlaun í flokki lífeðlis- og læknisfræði, eðlisfræði, efnafræði, bókmenntum og að lokum friðarverðlaun Nóbels.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
1,74
1
17.550
ICEAIR
1,68
13
131.955
ORIGO
0,97
1
303
HAGA
0,49
2
66.588
ARION
0,12
11
56.578

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,32
5
20.919
REGINN
-1,13
6
191.670
SKEL
-0,88
4
16.046
HEIMA
-0,82
2
243
VIS
-0,7
3
61.836