Viðskipti erlent

Dove biðst afsökunar á rasískri auglýsingu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjáskot úr auglýsingunni sem deilt var á Twitter.
Skjáskot úr auglýsingunni sem deilt var á Twitter.

Snyrtivöruframleiðandinn Dove hefur beðist afsökunar á auglýsingu sem birtist á Facebook-síðu fyrirtækisins á dögunum. Auglýsingin sýndi svarta konu verða að hvítri konu og var Dove sakað um rasisma vegna þessa.

Fyrirtækið viðurkenndi síðan að auglýsingin hefði misst marks en hún sýndi svarta konu fara úr stuttermabol sínum og svo verða að hvítri konu eftir að hafa notað krem frá Dove.

Auglýsingin var fjarlægð eftir að hún sætti gagnrýni á samfélagsmiðlum og eftir að auglýsingin var tekin út sagði Dove á Twitter að auglýsingin hefði átt að sýna konur með mismunandi litarhaft á en það ekki virkað sem skyldi. Sæi fyrirtækið mikið eftir því að hafa móðgað fólk með auglýsingunni.

Þá sendi fyrirtækið frá sér aðra lengri yfirlýsingu en skaðinn var skeður og hafa margir kallað eftir því á samfélagsmiðlum að neytendur sniðgangi vörur frá Dove.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,14
3
21.345
REGINN
1
3
60.650
HEIMA
0,86
4
52.329
MARL
0,84
15
458.644
N1
0,47
4
63.914

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-0,97
1
506
HAGA
-0,78
3
31.514
REITIR
-0,69
2
19.910
ARION
-0,6
12
14.787
VIS
-0,43
1
1.975