Leikjavísir

GameTíví hleypur yfir leiki mánaðarins

Mikið er um endurgerðir þennan mánuðinn og fer fyrst að draga til tíðinda þann tíunda október.
Mikið er um endurgerðir þennan mánuðinn og fer fyrst að draga til tíðinda þann tíunda október.

Það er mikið um nýja tölvuleiki í október og mörgum reynist erfitt að halda utan um þetta allt saman. Þar koma þau Óli, Donna og Tryggvi í GameTíví sterk inn. Þau fara reglulega yfir þá tölvuleiki sem eru að koma út og segja frá þeim helstu.

Mikið er um endurgerðir þennan mánuðinn og fer fyrst að draga til tíðinda þann tíunda október. Þá lítur leikurinn Middle Earth: Shadow of War dagsins ljós. Sem er framhald leiksins Middle Earth: Shadow of Mordor.

Svo má nefna leiki eins og Evil Within 2, Gran Turismo Sport, South Park: Fractured But Whole, Destiny 2 fyrir PC, Assasins Creed Origins og margt fleira. Þau fara yfir þetta allt hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira