Fótbolti

Fjölmiðlar um allan heim fjalla um sögulegt afrek Íslands: „Fótboltaævintýri Íslands heldur áfram“

Þórdís Valsdóttir skrifar
Ísland sigraði gegn Kósóvó í kvöld og tryggði sér sæti á HM 2018 í Rússlandi.
Ísland sigraði gegn Kósóvó í kvöld og tryggði sér sæti á HM 2018 í Rússlandi. Vísir/ernir

Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem komist hefur á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í karlaflokki. Með 2-0 sigri gegn Kósóvó fékk Ísland farseðilinn til Rússlands.

Trínidad og Tóbagó var áður minnsta þjóðin sem hefur komist á HM þegar þjóðin komst á HM 2006 í Þýskalandi. Í Trínidad og Tóbagó búa milljón fleiri en á Íslandi og er Ísland því lang minnsta þjóðin sem fer á HM.

Fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um sigurinn og velgengni íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í kvöld.

Nágrannar okkar í Noregi segja Ísland klárt í sitt fyrsta heimsmeistaramót í knattspyrnu. „Fótboltaævintýrið heldur áfram á Íslandi.“

Bandaríski íþróttafjölmiðillinn ESPN fjallaði um sigur Íslands. „Það var stjarnan Gylfi Sigurðsson, sem setti EM eftirlætið á braut til Rússlands á fertugustu mínútu,“ segir á síðunni.

„Ísland mun keppa í fyrsta skipti í lokakeppni HM næsta sumar eftir að hafa sigrað riðilinn sinn“ kemur fram á Daily Mail.

Nýsjálenska fréttaveitan Stuff fjallaði einnig um málið. „Íslendingar halda skriðu sinni áfram eftir hvetjandi frammistöðu sína á EM 2016. Ísland endaði efst í riðli sínum og fóru sjálfkrafa í lokakeppni HM í Rússlandi á næsta ári á kostnað Króatíu,“ segir í fréttinni. Þar er einnig vakin athygli á fólksfæð Íslands.

„Með 2-0 sigri gegn Kósóvó gerði Ísland það sem fáir hefðu trúað að væri mögulegt fyrir eyþjóðina sem er frægari fyrir eldfjöll og norðurljós heldur en knattspyrnu: tryggði sér sjálfkrafa þátttöku á Heimsmeistarakeppninni í Rússlandi 2018,“ segir á vefmiðlinum Heavy.comAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.