Menning

Ný mynd um sjötuga hátíð

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Óskar við mynd frá stórhátíðinni í Reykholti fyrir 70 árum.
Óskar við mynd frá stórhátíðinni í Reykholti fyrir 70 árum.

Snorrahátíðin í júlí 1947 var meiriháttar stórhátíð, ein sú fjölmennasta sem haldin hafði verið hér á landi. Þá var styttan af Snorra vígð, gjöf Norðmanna til Íslendinga.

Talið er að 14 til 15 þúsund manns hafi verið á staðnum og hátíðahöldin á eftir stóðu í heila viku,“ segir Óskar Guðmundsson rithöfundur sem ásamt Erlendi Sveinssyni, forstöðumanni Kvikmyndasafnsins, á heiður að nýrri kvikmynd um téða hátíð. Hún verður sýnd í fullri lengd í Reykholti á þriðjudaginn klukkan 20.30. 

Óskar segir líka fylgst með norsku gestunum sem komu til landsins í myndinni.

„Hingað kom floti frá Noregi, þrjú herskip og eitt farþegaskip. Með þeim var sendinefnd undir forystu krónprinsins Ólafs sem síðar varð konungur. Margir höfðu fest viðburðina á filmur og þetta er lengri útgáfa en við frumsýndum í sumar.“ 

Myndin er þögul en Óskar ætlar að segja frá því sem fyrir augu ber. Svo verða umræður og kaffiveitingar seldar á 500 krónur.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.