Innlent

Rétttrúnaðarkirkja fær ekki sölukofa á Mýrargötu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hornsteinn var lagður að bænahúsi Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Mýrargötu vorið 2011.
Hornsteinn var lagður að bænahúsi Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Mýrargötu vorið 2011. vísir/valli
„Lóðirnar eru ekki ætlaðar smásölu í tímabundnum bjálkakofa,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar sem hafnar ósk rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar um að koma fyrir sölubúð á Mýrargötu.

Trúfélagið hefur fengið lóð frá borginni undir kirkju og safnaðarhús á Mýrargötu 21-23. Félagið hafði sótt um að fá að reisa átta fermetra söluhús og starfsmannaaðstöðu en breytti umsókninni og bað um leyfi fyrir 26 fermetra húsi.

„Bjálkakofi fyrir starfsmenn og gesti kirkjunnar er óþarfur þar sem hvorki aðaluppdrættir né framkvæmdir á lóðinni liggja fyrir að svo stöddu. Kofinn styrkir ekki götumynd og er því ekki í samræmi við stefnu um virkar götuhliðar,“ segir skipulagsfulltrúi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×