Innlent

Vandinn rakinn til vímu skipstjóranna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Björgunarsveitir voru kallaðar út. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Björgunarsveitir voru kallaðar út. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm
Skipstjórar bátsins, sem sagður var vera í mögulegum vanda við Kirkjusand í Reykjavík í gærkvöldi, eru grunaðir um að hafa verið drukknir og/eða undir áhrifum fíkniefna.

Vísir greindi frá því í gærkvöldi að tilkynning hafi borist um klukkan 22 frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut sem sögðust sjá lítinn bát flauta í sífellu og sigla í hringi.

Sjá einnig: Tilkynnt um bát í vanda við Kirkjusand

Innan skamms voru um 30 einstaklingar á vegum Landsbjargar komnir í bátana og sendir á vettvang. Hópurinn var hins vegar afturkallaður klukkan 22:30 þegar báturinn var kominn í Snarfarahöfn. Kom þá í ljós að á bátnum voru tveir karlmenn og af ástandi þeirra að dæma er ætlað að þeir hafi siglt bátnum undir áhrifum.

Þeir voru fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem tekin voru blóðsýni úr þeim, þeir síðan vistaðir í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×