Enski boltinn

Klopp: Við erum enn þá gott fótboltalið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jürgen Klopp var svekktur í gær.
Jürgen Klopp var svekktur í gær. Vísir/Getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega svekktur eftir 2-0 tapið á móti Leicester í enska deildabikarnum í gær en varnarleikur liðsins var ekki til útflutnings enn eina ferðina.

Liverpool er nú án sigurs í fjórum leikjum í röð í öllum leiknum og úr leik við fyrstu hindrun í deildabikarnum. Lærisveinar Klopps hafa fengið á sig tíu mörk í síðustu fjórum leikjum.

„Mér líður ekki vel með þetta en við erum enn þá gott fótboltalið,“ sagði Klopp á fréttamannafundi eftir leikinn.

„Ég sé alveg að við erum enn þá góðir en mér líður ekki þannig á þessari stundu þar sem við vorum að tapa bikarleik.“

„Við vildum komast áfram í næstu umferð. Það er öllum sama um hvort liðið spilar betur í seinni hálfleik. Við vildum bara komast áfram en því miður gerðist það ekki. Og það eru ástæður fyrir því,“ sagði Klopp.

Liverpool er aðeins búið að halda hreinu tvisvar sinnum í níu leikjum á þessari leiktíð en mörkin komu bæði eftir föst leikatriði.

„Við verjumst stundum mjög vel eins og allir sjá og við kunnum að verjast föstum leikatriðum en stundum breytum við aðeins til og þá virkar það ekki,“ sagði Jürgen Klopp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×