Viðskipti innlent

Einar Hugi til Lögfræðistofu Reykjavíkur

Hörður Ægisson skrifar
Einar Hugi var áður einn af eigendum Atlas lögmanna.
Einar Hugi var áður einn af eigendum Atlas lögmanna. Vísir/GVA
Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður hefur gengið til liðs við eigendahóp Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Einar Hugi lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi ári seinna, að því er fram kemur í tilkynningu. Hann öðlaðist réttindi sem hæstaréttarlögmaður í maí 2012. Einar Hugi starfaði hjá Mörkinni lögmannsstofu árin 2005 til 2008. Hann var einn af eigendum Íslensku lögfræðistofunnar frá 2008 til 2014 og Atlas lögmanna frá 2014 til 2017.

Þá hefur Einar Hugi setið í stjórnum fjölmargra félaga um lengri og skemmri tíma oftast tengt lögmannsstörfum. Einar hefur einnig setið í ýmsum nefndum á vegum hins opinbera nú síðast í stjórnarskrárnefnd 2013-2017. Frá árinu 2013 hefur Einar sinnt stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands.

Hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur starfa nú sautján lögmenn, þar af átta með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×