Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Áætlað er að yfir tvö hundruð einstaklingar hér á landi séu smitaðir af lifrarbólgu C en ennþá ógreindir.

Um sex hundruð hafa þegið lyfjameðferð við sjúkdómnum frá því átak gegn honum hófst í fyrra. Nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar förum við líka yfir stöðuna á Alþingi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, í beinni útsendingu og ræðum við íslenskan jarðskjálftafræðing sem búsettur er í Mexíkóborg, vegna jarðskjálftans sem reið yfir landið í gær.

Loks kíkjum við í Perluna en hún hefur tekið miklum breytingum undanfarið og gosbrunnurinn frægi meðal annars fengið að víkja fyrir gjánni Silfru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×