Fótbolti

Búið að reka Sampson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bless. Sampson hefur stýrt sínum síðasta leik með enska kvennlandsliðinu.
Bless. Sampson hefur stýrt sínum síðasta leik með enska kvennlandsliðinu. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið ákvað nú síðdegis að reka þjálfara kvennalandsliðsins, Mark Sampson, fyrir óviðeigandi og óafsakanlega hegðun.

Sampson var sakaður um kynþáttafordóma og landsliðskonan Eni Aluko sagði meðal annars að Sampson hefði tjáð henni að hún ætti að passa að ættingjar hennar frá Nígeríu kæmu ekki með ebóluveiruna á landsleik.

Sampson hafði áður verið sakaður um fordóma en enska knattspyrnusambandið aðhafðist ekkert í málinu. Í tvígang rannsakaði hún mál Sampson en komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki brotið af sér. Nú síðast var hann hreinsaður af ásökunum fyrr á árinu.

Þessi 34 ára gamli Walesverji tók við enska landsliðinu í lok árs árið 2013.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×