Innlent

Tvær flugvélar rákust saman í íslenskri lofthelgi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Reykjavíkurflugvöllur
Reykjavíkurflugvöllur Vísir/Vilhelm
Tvær litlar flugvélar rákust saman í um 3.000 feta hæð vestan við Langjökul þann 5. september síðastliðinn. Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar málið. Mbl.is greinir frá.

Þar segir að tveir menn hafi verið í hvorri vél en engum orðið meint af. Málið er litið alvarlegum augum af rannsóknarnefndinni en tilkynnt var um atvikið um leið og vélarnar lentu.

Vélarnar skemmdust við atvikið en á mbl.is kemur fram að flugvélarnar tilheyri flugklúbbi sem Flugskóli Íslands rekur, en ekki hafi verið um kennsluflug að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×