Enski boltinn

Ekkert óvænt í deildabikarnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Man. Utd fagna í kvöld.
Leikmenn Man. Utd fagna í kvöld. vísir/getty
Stóru liðin í enska boltanum voru ekki í neinu rugli í deildabikarnum í kvöld og unnu sína leiki.

Man. Utd, Chelsea og Everton unnu mjög örugga sigra en Arsenal og Man. City þurftu að hafa meira fyrir hlutunum. Gylfi Þór Sigurðsson lék ekki með Everton í kvöld.

Þrenna Batshuayi í kvöld var fyrsta þrenna hjá Chelsea-manni í þessari keppni síðan árið 2007. Þá skoraði Frank Lampard þrennu gegn Leicester.

Man. Utd afrekaði líka að skora fjögur mörk á heimavelli tvo leiki í röð í fyrsta sinn síðan 2012.

Úrslit:

Arsenal - Doncaster  1-0

1-0 Theo Walcott (25.).

Chelsea - Nott. Forest  5-1

1-0 Kenedy (13.), 2-0 Michy Batshuayi (19.), 3-0 Charly Musonda Jr. (40.), 4-0 Michy Batshuayi (53.), 5-0 Michy Batshuayi (85.), 5-1 Tendayi Darikwa (90.).

Everton - Sunderland  3-0

1-0 Dominic Calvert-Lewin (39.), 2-0 Dominic Calvert-Lewin (39.), 3-0 Oumar Niasse (83.).

Man. Utd - Burton Albion  4-1

1-0 Marcus Rashford (5.), 2-0 Marcus Rashford (17.), 3-0 Jesse Lingard (36.), 4-0 Anthony Martial (60.), 4-1 Lloyd Dyer (90.).

WBA - Man. City  1-2

0-1 Leroy Sane (3.), 1-1 Claudio Yacob (71.), 1-3 Leroy Sane (77.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×