Erlent

Fundu byssur í lyftum og trjám

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lögregla í Kaupmannahöfn á vettvangi.
Lögregla í Kaupmannahöfn á vettvangi. vísir/afp
Frá því að herferð lögreglunnar í Kaupmannahöfn hófst fyrir nokkrum vikum gegn stríðandi gengjum í borginni hafa 49 manns verið handteknir. Alls hafa 23 skotvopn fundist. Að sögn lögreglunnar fundust skotvopnin í stigagöngum, kjöllurum, lyftum, trjám og runnum nálægt þeim stöðum sem félagar í gengjunum halda sig. Auk þess hefur verið lagt hald á 104 hnífa og barefli.

Fyrr í sumar voru skotbardagar gengjanna í Kaupmannahöfn nær daglegt brauð og síðustu ár hafa tugir fallið í skotárásum. Ástandið er nú sagt orðið rólegra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×