Lífið

Liam Gallagher útskýrir á einstakan hátt af hverju rokkstjörnur eru útdauðar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Liam Gallagher er frá Manchesterborg.
Liam Gallagher er frá Manchesterborg. Nordicphotos/Getty
Rokkstjörnur dagsins í dag eru ekki alveg eins og þær sem voru upp á sitt besta fyrir nokkrum áratugum. Hótelherbergi fá að mestu leyti að vera í friði og enginn er að keyra bíla ofan í sundlaugar.

Liam Gallagher, best þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Oasis, er með eigin útskýringar á því af hverju rokkstjörnur dagsins í dag eru mun rólegri en áður og allt tengist það tei.

Liam ræddi við BBC um rokkstjörnulífernið á meðan hann útbjó eigið te. Útskýrði hann að á tíunda áratugnum hafi hann haft fjóra starfsmenn til þess að búa til te fyrir sig, nú þurfi hann hins vegar að gera það sjálfur.

Það sé vegna þess að ungt fólk í dag kaupi ekki lengur tónlist. Nánari útlistun á þessari kenningu Liam má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×