Viðskipti innlent

„Lágt og óreiðukennt“ aðflug Icelandair stöðvaði umferð um enskan flugvöll

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Aðflugi vélarinnar er sagt hafa verið lágt og óreiðukennt
Aðflugi vélarinnar er sagt hafa verið lágt og óreiðukennt Wikipedia
Flug um East Midlands-flugvöllinn í Englandi var stöðvað um stund í gærkvöldi eftir að bilun kom upp í vöruflutningavél Icelandair.

Flugmenn vélarinnar tilkynntu flugumferðarstjórn um tæknilega örðugleika í vængbörðum vélarinnar klukkan 21:40 að staðartíma og hófu þeir þá að lækka flugið.

Er aðfluginu að East Midlands-flugvellinum lýst í breskum fjölmiðlum sem „lágu og óreiðukenndu“ en flugleið vélarinnar má sjá hér að neðan.

Brá flugumferðarstjórnin á það ráð að stöðva alla flugumferð um völlinn meðan vél Icelandair Cargo athafnaði sig. 

Talsmaður vallarins segir í samtali við fjölmiðla ytra að vélinni hafi tekist að lenda um fimm mínútum eftir að fyrst var tilkynnt um tækniörðugleikana. Hann vildi þó ekki greinar nánar frá í hverju vandinn fólst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×