Enski boltinn

Phil Neville: Rashford er jafn góður og Mbappé og Dembélé

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marcus Rashford hefur verið iðinn við kolann að undanförnu.
Marcus Rashford hefur verið iðinn við kolann að undanförnu. vísir/getty
Phil Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að Marcus Rashford sé jafn góður og frönsku ungstirnin Kylian Mbappé og Ousmane Dembélé.

Hinn 19 ára gamli Rashord skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar United vann 4-1 sigur á Burton Albion í 3. umferð enska deildabikarsins í gær.

„Allir lofa Dembélé og Mbappé en enginn talar um Rashford í þessu landi,“ sagði Neville við Sky Sports eftir leikinn í gær.

„Vegna þess að hann er enskur segjum við „hann spilar á vinstri kantinum og er ágætur“. Hann er þarna uppi með Dembélé og Mbappé sem geta spilað á báðum köntunum.“

Neville segir engan vafa á því að Rashford standist Frökkunum tveimur snúning.

„Rashord er í sama hópi og þessir 100-150 milljóna punda menn. Hann er alveg jafn góður og þeir og er alltaf að bæta sig,“ sagði Neville.


Tengdar fréttir

Ekkert óvænt í deildabikarnum

Stóru liðin í enska boltanum voru ekki í neinu rugli í deildabikarnum í kvöld og unnu sína leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×