Enski boltinn

Mourinho væri alveg til í að leggja niður deildabikarnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho gæti verið án deildabikarsins.
José Mourinho gæti verið án deildabikarsins. Vísir/Getty
Manchester United reykspólaði áfram í deildabikarnum í gærkvöldi þegar liðið pakkaði saman Burton Albion, 4-1, á Old Trafford en United vann þessa keppni á síðustu leiktíð.

Það var fjórði sigur José Mourinho í deildabikarnum en hann vann keppnina þrívegis sem knattspyrnustjóri Chelsea. Þrátt fyrir góðan árangur í keppninni telur hann að það myndi gera ensku liðunum gott að þurfa ekki að taka þátt í deildabikarnum.

„Þar sem þetta er opinber keppni er hún mikilvæg fyrir Manchester United og fyrir mig sem knattspyrnustjóra. Ég vil líka að leikmennirnir hugsi þannig. Ég tel samt að enski boltinn kæmist af án deildabikarsins og væri jafnvel í betri málum,“ sagði Mourinho við BBC eftir leikinn í gær.

Ensku liðin hafa átt erfitt uppdráttar í Meistaradeildinni undanfarin ár en aðeins Chelsea (2013/14) og Manchester City (2015/16) hafa komist í undanúrslit síðan Chelsea fór alla leið og vann Meistaradeildina árið 2012.

„Kannski værum við ferskari í Evrópukeppnunum, til dæmis. Við þurfum samt að virða þessa keppni sem og styrktaraðilina og mótherjana. Við verðum að gera okkar besta,“ sagði José Mourinho.


Tengdar fréttir

Everton sækir Chelsea heim

Í kvöld var dregið í næstu umferð í enska deildabikarnum og eru nokkrar áhugaverðar rimmur á dagskrá.

Ekkert óvænt í deildabikarnum

Stóru liðin í enska boltanum voru ekki í neinu rugli í deildabikarnum í kvöld og unnu sína leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×