Enski boltinn

Aldrei verið jafn fáir á Emirates

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það var nóg af lausum sætum á Emirates í gær.
Það var nóg af lausum sætum á Emirates í gær. vísir/getty
Aldrei hafa jafn fáir áhorfendur verið viðstaddir keppnisleik á Emirates vellinum og í gær. Þá tók Arsenal á móti C-deildarliði Doncaster Rovers og vann 1-0 sigur. Theo Walcott skoraði sigurmarkið.

Aðeins 44.064 manns voru á Emirates í gær. Þetta er lélegasta mæting á Emirates síðan Arsenal flutti á völlinn fyrir 11 árum síðan. Gamla metið voru 46.539 manns sem sáu leik Arsenal og Shrewsbury Town fyrir sex árum.

Í frétt Daily Mail segir að þeir sem hafi verið á Emirates í gær telji að þrátt fyrir að 44.064 miðar hafi verið seldir hafi ekki verið svo margir á vellinum í raun og veru.

Arsenal lækkaði miðaverðið fyrir leikinn gegn Doncaster en það dugði ekki til að fá fólk á völlinn.

Arsenal mætir Norwich City í 4. umferð enska deildabikarsins í næsta mánuði.


Tengdar fréttir

Everton sækir Chelsea heim

Í kvöld var dregið í næstu umferð í enska deildabikarnum og eru nokkrar áhugaverðar rimmur á dagskrá.

Ekkert óvænt í deildabikarnum

Stóru liðin í enska boltanum voru ekki í neinu rugli í deildabikarnum í kvöld og unnu sína leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×