Viðskipti innlent

Margrét Marteinsdóttir ráðin til Geðhjálpar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Margrét Marteinsdóttir.
Margrét Marteinsdóttir.
Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin til Geðhjálpar og hefur hafið störf þar sem kynninga-og viðburðastjóri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Geðhjálp.

Margrét starfaði hjá Ríkisútvarpinu í 16 ár og lengst af á fréttstofunni. Síðustu ár hefur hún svo sinnt ýmsum verkefnum.

Hún tók meðal annars þátt í að opna Kaffihús Vesturbæjarins og sá um að reka staðinn. Þá skrifaði hún bókina Vakandi veröld – handbók fyrir neytendur sem velja umhverfisvænan lífsstíl og vann við umönnun á deild fyrir fólk með með heilabilun á hjúkrunarheimilinu Grund. Síðast starfaði Margrét í Kvennaathvarfinu.

Helstu verkefni Margrétar hjá Geðhjálp tengjast kynningarmálum og upplýsingamiðlum sem og viðburðastjórnun, fræðslu og úttektum á þjónustu og réttindum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×