Innlent

Sex mánaða fangelsi fyrir að berja mömmu sína

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn þarf að greiða móður sinni 800 þúsund krónur í miskabætur.
Maðurinn þarf að greiða móður sinni 800 þúsund krónur í miskabætur. vísir/heiða
28 ára karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir heimilisofbeldi, með því að hafa veist að móður sinni á heimili hennar og slegið hana ítrekað í höfuðið með hillubút úr tré.

Allt með þeim afleiðingum að tönn hennar brotnaði, hún hlaut tannarliðhlaup, opið sár á vör og munnholi auk yfirborðsáverka á höfði og hálsi.

Maðurinn, sem hefur ítrekað komið við sögu lögreglu fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot og hlotið átta dóma fyrir brot frá árinu 2009, játaði brot sitt. Farið var fram á tvær milljónir króna í bætur en Héraðsdómur Reykjavíkur taldi 800 þúsund krónur hæfilegar bætur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×