Fótbolti

Tuttugu sendinga og 70 sekúndna sókn fyrir sigurmark Real Betis á móti Real Madrid | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Real Betis fór með öll þrjú stigin af Estadio Santiago Bernabéu í gærkvöldi eftir 1-0 sigur á heimamönnum í Real Madrid.

Sigurmarkið kom ekki fyrr en á fjórðu mínútu í uppbótartíma en það skoraði Paragvæmaðurinn Antonio Sanabria.

Sigurinn þýðir að Real Madrid er sjö stigum á eftir toppliði Barcelona eftir fimm umferðir og Real Betis liðið er bæði stigi ofar og sæti ofar en Real Madrid í sjötta sæti sænsku deildarinnar.

Sigurmark Real Betis var hinsvegar ekkert heppnismark því það kom eftir 20 sendingar og 71 sekúndu sókn.

Boltinn byrjaði hjá markverði Real Betis eftir 92:25 mínútur og endaði með skalla Antonio Sanabria eftir 93:21 mínútur.

Enginn leikmaður Real Madrid komst í boltann á þessum tíma og alls voru tíu af ellefu leikmönnum Real Betis sem komu við boltann í þessari mögnuðu sókn.

Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um þessa sigursókn Real Betis á móti Evrópumeisturunum og að ofan má sjá markið magnaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×