Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Íslenskir leikskólar eru opnir lengur og fleiri daga ársins en í öðrum OECD ríkjum. Þá eru laun leikskólakennara hér á landi með þeim lægstu.

Nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Í fréttunum ræðum við líka við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um kynferðisbrotamál en 27 slík mál hafa komið á borð fagráðs kirkjunnar á undanförnum tíu árum.

Þá verður talað við Tryggva Gunnarsson, umboðsmann Alþingis, vegna ákvörðunar hans um að fara ekki í frumkvæðisathugun vegna uppreistar æru málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×