Erlent

Heimsins ríkasta kona látin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Liliane Bettencourt var að öllum líkindum ríkasta kona allra tíma.
Liliane Bettencourt var að öllum líkindum ríkasta kona allra tíma. Vísir/afp
Liliane Bettencourt, erfingi franska L'Oreal veldisins, er látin, 94 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hennar.

Lést hún á heimili sínu á „friðsælan hátt“. Samkvæmt tölum fyrir árið 2017 var hún ríkasta kona heims en virði eigna hennar var talið vera 33 milljarðar evra, ríflega fjögur þúsund milljarðar íslenskra króna.

Hún yfirgaf fyrirtækið, sem faðir hennar stofnaði árið 1909, fyrir fimm árum. Skömmu seinna voru átta einstaklingar fundir sekir umað nýta sér veikindin hennar í hagnaðarskyni en Bettencourt þjáðist af elliglöpum.

Í yfirlýsingu frá stjórnarformanni L'Oreal segir að Bettencourt hafi verið drifkraftur velgengni fyrirtækisins og hún hafi öðru fremur haft hag fyrirtækisins og starfsmanna þess fyrir brjósti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×