Innlent

Ekki eru greiddar bætur til þolenda kynferðisbrota innan kirkjunnar

Helga María Guðmundsdóttir skrifar
Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðisbroti innan íslensku þjóðkirkjunnar geta leitað til sérstaks fagráðs um meðferð kynferðisbrota. Hlutverk fagráðsins er meðal annars að aðstoða þolendur að kæra til lögreglu ef óskað er eftir því.

„Fólk getur leitað til fagráðsins og sent inn kæru, síðan tekur fagráðið við málinu, skráir söguna, sem er alltaf þolendans, sagan það er að segja. Síðan leiðbeinir hún þolendanum um það hvort hún vill fara með málið lengra, til lögreglu eða til úrskurðarnefndar,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Eru þessar nefndir aðeins að þjónusta mál sem koma þá innan kirkjunnar?

„Já fagráðið tekur fyrir mál sem koma fyrir innan kirkjunnar og úrskurðarnefndin tekur mál frá öðrum en þau varða alltaf eitthvað kirkjulegt tengt.“

Hvað þýðir að málinu ljúki með sátt?

„Það er þolendans að ákveða hvað verður málið og er aðeins stuðningsaðili í því, þá kann að vera að málið sé þess eðlis að þolendi velji það að þiggja það að málið ljúki með sátt.“

Hvernig eru verklagsreglurnar ef þolandinn er undir 18 ára aldri?

„Beint til barnayfirvalda fer málið.“

Er verið að greiða bætur?

„Nei.“

En hvað með gerendur eru einhver viðbrögð fyrir þá aðila?

„Það er sálgæsla í kirkjunni og prestar veita hana, við höfum líka sérþjónustu presta og við höfum fleiri fagaðila innan kirkjunnar sem geta tekið á slíkum málum,“ segir Agnes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×