Enski boltinn

Barry: Hélt að jóga væri fyrir eldri konur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gareth Barry hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni síðan 1998.
Gareth Barry hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni síðan 1998. vísir/getty
Gareth Barry slær væntanlega leikjametið í ensku úrvalsdeildinni þegar West Brom sækir Arsenal heim á mánudaginn.

Barry lék sinn 632. leik í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og jafnaði þar með leikjamet Ryans Giggs.

Hinn 36 ára gamli Barry byrjaði að stunda jóga fyrir átta árum og segir að það hafi hjálpað mikið til. Hann viðurkennir þó að hafa haft fordóma fyrir jóga í byrjun.

„Ég var af gamla skólanum og hélt að jóga væri fyrir eldri konur,“ sagði Barry sem lætur stríðni liðsfélaganna ekki á sig fá.

Barry gekk í raðir West Brom frá Everton í sumar. Hann lék áður með Aston Villa og Manchester City sem hann varð Englandsmeistari með árið 2012.


Tengdar fréttir

Barry jafnaði leikjamet Giggs

Gareth Barry, leikmaður West Brom, jafnaði leikjamet Ryan Giggs þegar hann spilaði fyrir West Brom gegn West Ham í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×