Íslenski boltinn

Velkominn í hópinn Ágúst Gylfason

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ágúst Þór Gylfason og Rúnar Kristinsson.
Ágúst Þór Gylfason og Rúnar Kristinsson. Vísir/Daníel
Ágúst Þór Gylfason varð í gærkvöldi fyrsti þjálfarinn í fjögur ár sem nær í öll sex stigin í boði í leikjum á móti liði Heimis Guðjónssonar.

Fjölnismenn unnu þá 2-1 sigur á FH á Extra vellinum í Grafarvogi en höfðu áður unnið 2-1 sigur á FH í fyrri leiknum í Kaplakrika í maímánuði.

Sigurleikir Fjölnis á FH eru athyglisverðir því fyrir þetta tímabil hafði Fjölnir aldrei náð að vinna FH í efstu deild.

Þegar liðin mættu í fyrri leikinn í maí þá voru FH-ingar búnir að vinna átta deildarleiki í röð á móti Fjölni og Fjölnismenn höfðu aðeins náð í 1 stig af 30 möguleikjum í leikjum á móti FH í úrvalsdeild karla.

Síðastur á undan Ágústi til að ná sex stigum á móti Heimi Guðjónssyni á einu tímabili var Rúnar Kristinsson sem gerði það tvö ár í röð með KR eða sumrin 2012 og 2013.

KR vann einnig báða leikina á móti FH í fyrrasumar en undir stjórn sitthvors þjálfarans.

Bjarni Guðjónsson stýrði þá KR í 1-0 sigrinum í fyrri leiknum í maí en þegar KR vann seinni leikinn í Kaplakrika í ágúst þá var Willum Þór Þórsson orðinn þjálfari Vesturbæjarliðsins.

Rúnar Kristinsson og Ágúst Þór Gylfason eru núna einu þjálfararnir sem hafa tekið sex stig á móti Heimi Guðjónssyni á einu tímabili frá því að Heimir tók við FH 2008 en það gæti mögulega einn til viðbótar bæst í hópinn á sunnudaginn.

Ejub Purisevic stýrði Víkingi Ólafsvík til sigurs á FH í fyrri leik liðanna í Kaplakrika en liðin mætast svo aftur í Ólafsvík um helgina. Það sem hafði ekki gerst í fjögur ár gæti því gerst tvisvar á aðeins fjórum dögum.



Sex stig á móti FH í þjálfaratíð Heimis Guðjónssonar 2008-2017:

Fjölnir 2017

2-1 sigur á útivelli (Ágúst Þór Gylfason, þjálfari)

2-1 sigur á útivelli (Ágúst Þór Gylfason, þjálfari)

KR 2016

1-0 sigur á heimavelli (Bjarni Guðjónsson, þjálfari)

1-0 sigur á útivelli (Willum Þór Þórsson, þjálfari)

KR 2013

4-2 sigur á útivelli (Rúnar Kristinsson, þjálfari)

3-1 sigur á heimavelli (Rúnar Kristinsson, þjálfari)

KR 2012

2-0 sigur á heimavelli (Rúnar Kristinsson, þjálfari)

3-1 sigur á útivelli (Rúnar Kristinsson, þjálfari)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×