Lífið

Vala Matt kíkir í veskin hjá íslenskum konum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margt skemmtilegt að sjá inni í veskjum íslenskra kvenna.
Margt skemmtilegt að sjá inni í veskjum íslenskra kvenna.
Á allra vörum er kynningar- og fjáröflunarátak þar sem þjóðin sameinast um ákveðið málefni og lætur gott af sér leiða. Það eru þær Gróa Ásgeirsdóttir, Guðný Pálsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir sem eru potturinn og pannan á bak við Á allra vörum.

Hugmyndafræðin gengur út á að velja eitt málefni á ári – málefni sem þarfnast athygli og aðstoðar. Síðan er ákveðið fyrir hverju skal safna, en það verður að liggja skýrt fyrir áður en átakið hefst.

Á allra vörum hefur staðið fyrir árlegum átökum frá árinu 2008. Í ár verður safnað fyrir Kvennaathvarfið og nýju húsnæði fyrir konur og börn sem ekki eiga í nein hús að vernda eftir að dvöl þeirra í Kvennaathvarfinu lýkur.

Sjónvarpskonan Vala Matt ræddi við þær Gróu, Guðnýju og Elísabetu í Íslandi í dag í gærkvöldi og fékk að skoða inn í veskin þeirra. Einnig hitti hún sjónvarpskonurnar Ragnhildi Steinunni og Ingu Lind.

Hér að neðan má sjá útkomuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×