Innlent

Hæstiréttur stytti gæsluvarðhaldsúrskurð um tíu mínútur

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Hæstiréttur klikkar ekki á smáatriðunum. Fréttablaðið/GVA
Hæstiréttur klikkar ekki á smáatriðunum. Fréttablaðið/GVA
Dómsmál Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti síðasta þriðjudag kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem bíður dóms og var gæsluvarðhaldinu markaður hámarkstími til þriðjudagsins 17. október 2017 kl. 12.

Maðurinn kærði úrskurðinn til Hæstaréttar og krafðist þess að hann yrði felldur úr gildi eða að varðhaldinu yrði markaður skemmri tími. 

Í niðurstöðu Hæstaréttar í gær er þess getið að hinn kærði úrskurður hafi verið kveðinn upp í þinghaldi 19. september og dómþingi svo slitið kl. 11.50.

Lögum samkvæmt má ekki marka gæsluvarðhaldi lengri tíma en fjórar vikur og stytti Hæstiréttur því gæsluvarðhaldið um tíu mínútur eða til þriðjudagsins 17. október 2017 kl. 11.50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×