Enski boltinn

Óþekktur Þjóðverji betri en Gylfi að taka aukaspyrnur í FIFA 18

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og fótboltar úti um víða veröld eru miklir vinir.
Gylfi Þór Sigurðsson og fótboltar úti um víða veröld eru miklir vinir. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í fótbolta, er einn af tíu bestu aukaspyrnusérfræðingunum í FIFA 18, vinsælasta fótboltatölvuleik heims.

Tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports sem gefur út leikinn birti listann á heimasíðu sinni en eins og flestir vita verður íslenska landsliðið í fyrsta sinn í þessum gríðarlega vinsæla tölvuleik.

Gylfi Þór hefur þó verið til í þessum leik í mörg ár enda búinn að spila í ensku úrvalsdeildinni og þýsku 1. deildinni í sjö ár.

Geggjuð spyrna Gylfa á móti ArsenalGylfi er í áttunda sæti á tíu manna lista EA Sports yfir þá bestu að koma boltanum í netið beint úr aukaspyrnum en hann er fyrir ofan Hollendinginn Memphis Depay og aldna Japanann Shunsuke Nakamurai sem spilaði eitt sinn með Celtic.

Í sjöunda sætinu, sæti fyrir ofan Gylfa, er Marvin Plattenhardt, 25 ára gamall vinstri bakvörður Herthu Berlín í þýsku 1. deildinni. Það er nokkuð sérstakt þar sem Þjóðverjinn hefur aðeins skorað fimm mörk fyrir Berlínarliðið í 75 leikjum en ætli þau hafi ekki öll verið sláin inn, beint úr aukaspyrnum.

Líklegastur til að skora beint úr aukaspyrnu í FIFA 18 er ítalski spyrnusérfræðingurinn Andrea Pirlo en Lionel Messi er í sjötta sæti. Gylfi Þór er eini norðurlandabúinn á tíu manna listanum.

Tíu bestu aukaspyrnusérfræðingarnir í FIFA 18:

1. Andrea Pirlo, New York City FC

2. Hakan Calhanoglu, AC Milan

3. Miralem Pjanic, Roma

4. Dimitri Payet, Marseille

5. Daniel Pajero, Valencia

6. Lionel Messi, Barcelona

7. Marvin Plattenhardt, Hertha Berlín

8. Gylfi Þór Sigurðsson, Everton

9. Shunsuke Nakamurai, Júbilo Iwata

10. Memphis Depay, Lyon

mynd/ea sports



Fleiri fréttir

Sjá meira


×